Vá... minn elskulegi gestgjafi hérna á síðunni, blogger.com ætlaði bara ekki að hleypa mér inn í þetta skiptið, spurning hvort það sé refsing fyrir að blogga sjaldan???
Fyrirsögnin, jemme jemme... ég veit í raun ekki hvað þetta þýðir, enn örugglega; áii, hjálpi mér, eða jesús... eða eitthvað álíka sem konur í fæðingu segja á Írönsku!!! (já sko kristnar konur frá írak... held ég myndi fatta ef þær kalla Allah) Já verð að segja ykkur aðeins um hann Allah...hann bannar getnaðarvarnir vissuð þið það??? Já þarna þegar hann var uppi (eða hvað hann nú var) þá hafði hann vit á því að banna það að konur tækju pilluna, notuðu lykkjuna, eða létu taka sig úr sambandi. Sá var aldeilis fyrirsjáll.... enda þetta örugglega öruggasta leiðin til þess að auka fjölda múslima í heiminum!!!
Já ég er komin á fæðingardeildina YYYYNNNNDIIISLEGT!!!!!!!!!!!
En gesturinn sem ég er búin að bíða eftir síðan í janúar er kominn, og ég er sko ekki jafn ókurteis og blogger og hleypi sko mínum gesti inn... VORIÐ ER KOMIÐ!!!!
Garðurinn minn að allur að taka við sér, vorlaukarnir farnir að blómstra, páskaliljurnar byrjaðar að springa út og allt er æði. ER að fara á sólarhringsvagt á morgunn, eða frá klukkan hálf átta í fyrramálið til hálf átta á laugardagsmorgunn, en er svo í fríi það sem eftir er helgar, og þá er jafnvel stefnana að hreinsa aðeins úr beðunum. Er búin að fara einn umgang og taka það mesta... en langar að taka enn meira :)
Páskarnir framm undan, en mínir ekta páskaungar frá þvi fyrir 2 árum koma þó fyrst í lok júní... elsku bestu vinkonurnar mínar Helga, Sigrún og Sigurlaug ætla að koma í lok júní og vera hjá mér í heila vikur... ÆÐI!!!! Stelpur ég hlakka svoooo til að fá ykkur til mín
Pass í bili... kominn háttatími ;)
fimmtudagur, apríl 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli