föstudagur, apríl 14

Fyrir fimmtán árum

Þennan dag fyrir fimmtán árum var mamma mín búin að undirbúa mikið og lengi. Allt átti að vera svo flott og fínt fyrir stelpuna hennar. Skvísan var búin að fara í mikinn kjólaleiðangur með Mömmu Ská og var komin með þennan rosalega flotta laxableika speglaflauelskjól í skápinn. Hrikalega flottir skór með smá háum hæli og blómóttar neta/nælonsokkabuxur voru líka klárar, ásamt áritaðri sálmabók sem líka geymdi vasaklút og svo voru blúnduhanskar einnig komnir í hús. Ásamt öllu þessu var búið að kaupa einhver ósköp af blómum og dóti til að skreyta hár drottningarinnar með.

Auðvitað var mamman líka búin að þrífa hvern einasta krók og kima í húsinu, elda veislumat fyrir 70 manns, taka rúmið sitt í sundur og fylla svefnherbergið sitt af borðum sem hún fékk að láni og öll heimili í nánasta radíus voru án borðstofustóla þar sem við systkinin vorum búin að draga þá alla heim til okkar. Húsið okkar var orðið að veislusal.

En veðrið..... það var það eina sem mamman mín gat ekki stjórnað. Þannig að það var sko rok og rigning og ein eftirminnilegasta minningin mín frá þessum degi er þegar við erum að röllta með séra Stefáni frá safnaðarheimilinu og inn í kirkjuna og allar vorum við stelpurnar með GULA plastpoka frá Önnu Gunnu Hárfínt á hausnum, svona til þess að redda greiðslunni......

Já það eru liðin 15 ár síðan ég fermdist..... ef ég man rétt!!!!

Takk fyrir að koma mér í fullorðinnamannatölu elsku mamma og pabbi :)

Engin ummæli: