Hef stundum velt því fyrir mér hvort það borgi sig að kvata, græðir maður eitthvað á þvi, fær maður eitthvað betra í staðinn???
Eftir reynslu síðustu helgar þá borgar sig að kvarta... því ég átti yndislega fríhelgi núna þessa helgi - JIBBÝ!!!!!
Enginn lasleiki eða vesen..... Bjarni skilaði verkefninu sínu á fimmtudaginn þannig að hann og Oddur Ingi voru í fríi á föstudaginn en ég skellti mér í vinnuna.. jú það var jú "búin snemma á föstudögum" dagur. Reyndar var að mati dana BRJÁLAÐ veður...hehe og fólki ráðlagt að fara ekki út úr húsi, skólum aflýst og fleira. Tók nú ekki eftir því, þó ég hefði farið í vinnuna áður en byrjað var að skafa göturnar.... reyndar var rosa ísing, hef aldrei séð svo mikið áður, en annars var ekkert að veðrinu. Voða gott að eiga bara göturnar fyrir mig eina!!!
Þegar ég var búin skellti ég mér í blómabúð og bakarí og dekraði aðeins við karlana mína í tilefni bóndadagsins, en eftir hádegið fórum við famílían svo í sund, og undur og stórmerki gerðust, sonur minn lærði að láta sig fljóta (synda að hans mati) og því svömluðum við fram og til baka í langan tíma.
Í gær tókum við daginn bara rólega, fór með prinsinn í fótbolta klukkan níu og svo í kaffi til Dísu klukkan 11 - smá spjall og svo auðvitað horft á skírnina. Í gærkveldi héldum við hjón svo smá svona nútíma þorrablót með góðum gestum... segi nútíma þorrablót því einungis var á boðstólnum hangiket, flatkökur, slátur, rúgbrauð, síld, harðfiskur, hákarl, karteflustappa og rauðkál... s.s. það sem við ungafólkið í dag getum borðað af þessum blessaða þorramat.... súrir hrútspungar, súrir lundabaggar og fleira í þeim dúr mátti alveg kúra áfram á íslandinu. EN maturinn bragðaðist mjög vel og við áttum góða kvöldstund.
Í dag var svo ekta sunnudagur, sofið lengi... ég alla vegna því núna var komið að Bjarna að vakna með prinsinum, svo fórum við í göngutúr í góða veðrinu í österádalen, annars var bara dund hérna heima við!!!
Já það borgar sig að kvarta..... maður getur grætt yndislega helgi á því að kvarta yfir því að fá þær ekki!!!!
sunnudagur, janúar 22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli