föstudagur, janúar 13

Helgarfrí???

Allan þann tíma sem ég var í skólanum, hlakkaði mig alltaf mest til þess að komast í praktík vegna þess að þá fengi ég frí þegar ég væri í fríi, ekkert heimanám, og helgarnar áttu sko að verða algjörar lúxus helgar þar sem húsið væri tekið í geng á laugardagsmorgni og svo notið þess að eiga frí það sem eftir er helgarinnar. Jafn vel átti að kíkja í heimsóknir og fleira sem ég geri eiginlega ALDREI!!!
Nú jæja, loksins byrjaði praktíkin og helgarfríin, þar sem jólin voru að nálgast fóru allar helgarnar í jólastúss, sem mér leiddist svo sem ekkert, en þessi langþráða fríhelgi með heimsóknum, bíltúrum, göngutúrum úti í náttúrunni og dúlli heima fyrir kom ekki fyrir jól.

Núna er önnur helgin eftir jól að ganga í garð, og helgarnar mínar byrja snemma.... já ég leggst veik á fimmtudegi - arrrggg...
Um síðustu helgi veiktist ég á fimmtudagskvöldi með hita, hausverk og beinverki, svaf meira eða minna fram að sunnudegi en var þá orðin hress. Í gær byrjaði svo "helgarfríið" mitt aftur fékk ælupest bæði með upp og niður.... en skemmtilegt.... þannig að ekkert varð úr "búin snemma á föstudögum" föstudeginum mínum sem ég hafði hlakkað til að eyða með prinsinum mínum og hann var farinn að bíða eftir því að verða sóttur klukkan eitt eins og honum finnst flottast. Í staðin er ég búin að vera í bælinu, er hundslöpp og ómöguleg enn þá og klukkan að verða hálf fjögur. Prinsinn enn í leikskólanum líka - greyið, hann á svo langa daga þar núna, alltaf frá átta til hálffjögur.

Ætla að vona að ég hristi þessa pest af mér í dag/kvöld svo að eitthvað verði úr helginni hjá mér og prinsnum, manninn minn sé ég eitthvað lítið þessa dagana allt brjálað í skólanum hjá honum.

Vona að þið eigið góða helgi!!!

Engin ummæli: