sunnudagur, júlí 25

garðvinna

Úfff ég sver það garðurinn okkar leit út eins og þyrnirósargarður þegar við komum aftur heim, brenninetlur og allskonar illgresi um allt - sumt alveg orðið rúmur meter á hæð...... vorum við að heiman í ár???

Þannig að við erum búin að eyða síðustu 3 dögum í að vinna niður illgresið og aðeins svona að breyta í garðinum, langar reyndar að breyta alveg helling, er ekki þessi ofur blómagarða týpa, vill frekar hafa garðinn svona hygge stað.  Ennnn mikið er garðurinn minn orðinn flottur núna :)  Þurfum bara að bíða eftir að grasið vaxi þar sem við sáðum grasfræjum......he he vona að það gerist bara núna í vikunni - er það nokkuð óraunhæft????  :þ

Nei í alvörunni mikið væri kósý að hafa garðinn bara að mestu leiti gras en með fallegum trékörum utan um tréin og svona nokkur sumarblóm á stangli, stækka svo veröndina, fá sér lýsingu um allan garð, stóra sundlaug og trambolín og rólur/kastala fyrir drenginn..... það er sko draumurinn.... spurning hvenær hann rætist :)

Það er hollt að láta sig dreyma.....

Engin ummæli: