fimmtudagur, ágúst 16

Framhald.....

Já er ekki best að ég komi með framhald af "augasögunni".

S.s. fimmtudaginn í síðustu viku fór ég aftur til læknisins, og þá var hún búin að gera allt klárt fyrir innlögn fyrir mig - trúði ekki að ég myndi ná að losna við sýkinguna sjálf og hélt að það yrði að skera í hornhimnuna til að ná "sýkingar pollunum" upp. ENNN svo þurfti sko aldeilis ekki - mín var orðin svo góð - og dugleg að vinna á þessu sjálf. Læknirinn sagði okkur svo að hún hefði orðið svo hrædd, þvi hún hafi aldrei séð svona mikla sýkingu - og trúði því alls ekki á, að maður gæti unnið sjálfur á henni. En já s.s. fullt af góðum fréttum við þessa læknisheimsókn. Götin á hornhimnunni aðeins 3 eftir, og sýkingin á undarhaldi... frábært!!!! Leiðinlegu fréttirnar voru þær að hún vissi ekki hversu miklum skaða sýkingin hefði valdið á sjóninni minni - það yrði að líða vika í viðbót áður en það væri hægt að skoða það, og svo að ég yrði að vera í veikindafríi í viku í viðbót - s.s. 14 daga frá því sýkingin blossaði upp. Það vegna þess starfs sem ég hef - hefði ég verið í "skrifstofudjobbi" hefði ég getað farið í vinnu eftir viku, en þar sem herpes veira í augunum á nýfæddu barni getur valdið blindu hjá þeim, mátti ég ekki komast í mikla nálægð við ungabörn.

Dagarnir hafa svo liðið ósköp hægt - erum búin að vera að dunda okkur hérna heim að mestu leiti - reyndar var OI að keppa í fótbolta á sunnudaginn og því var þeim degi eytt úti í Mou á Spar Nord cup.... aldrei leiðinlegt í góðu veðri og góðum félagsskap. Seinni partinn drifum við Lone okkur svo með börnin upp í Hesteskoven sem er baðstöndin okkar hérna í Aalborg Öst, voða notalegt hjá okkur - hittum meira að segja Dísu og co!!!

Á miðvikudaginn (í gær) byrjaði Oddur Ingi svo í skólanum - núna kominn í 1.bekk (eða klessu eins og hann kýs að kalla það) Rosa stór strákur. Okkur líst rosavel á kennarann hans - hana Jane K- hún er eins og hún segir sjálf "drottningin í sinni kennslustofu" s.s. það er hún sem stjórnar - veitir ekki af með alla þessa gaura í bekknum.

Nú svo í dag (fimmtudag) var svo komið að endurskoðunni hjá augnlækninum.
Staðan er svoleiðis núna - sýkingin er farin!!!! JIBBÝ.... en hefur skilið eftir sig 3 ör á hornhimnunni, en þar sem örin eru einungis í ytri kanti augasteinsins hefur það ekki mikil áhrif á sjónina. Sjónmælingin sýndi að ég hef misst 0,75, frá að vera -3,5 til að vera -4,25 á vinstra auganu - s.s. vinstra augað er orðið verra en það hægra - en só vott.... ég SÉ þó eitthvað!!!!

Það var því drifið í því að panta ný gleraugu - og eru þau væntanleg á fimmtudaginn i næstu viku - rosa spennandi!!!!

Endurkoma hjá augnlækninum líka á næsta fimmtudag - ásamt atvinnuviðtali hjá sjúkrahúsinu hérna í Álaborg (er reyndar frekar vonlítil um að fá vinnu þar, eru 3-4 stöður í boði og við 11 sem erum að sækja um, þar af 8 sem eru þegar að vinna í Álaborg, en þetta fer eftir því hversu margar afleysingastöður þær eru með).

Já svo að aðeins öðru en sjúkrasögum..... Er svo spennt yfir morgundeginum, við Bjarni erum boðin á Rold Storkro í stórveislu hjá Jane og Robert. Þetta er svona alsherjar veisla til að fagna fertugs afmælum þeirra beggja, koparbrúðkaupi þeirra, því að þau séu búin að vera trúlofuð í 20 ár og að Jane hafi útskrifast sem ljósa - allt á þessu ári!!! Við eigum að mæta kl 15;30 í léttan verð og svo er spjall og hygge til kl 19 þegar það er rosa flottur matur og svo ball eftir það. Öllum er svo boðið í gistingu á hótelinu og svo er brunch daginn eftir - algjör lúxus veisla s.s..

Oddur Ingi er líka að deyja úr spenningi yfir þessum degi, því hann er sko líka að fara að gera eitthvað spennandi. Hann er að fara í sveitina til Lars, með David og krökkunum - hann er rosa spenntur búinn að heyra svo mikið um þennan stað að hann getur ekki beðið eftir því að fá að sjá þetta og prufa sjálfur.

Það er sem sagt spennandi helgi framundan hjá okkur familýunni....

Meira síðar
kv Gréta Rún

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís!
Æ, mikið er nú gott að heyra að þetta augnvesen endaði nokk vel. Alltaf svo vont þegar augun manns eiga í hlut.
Góða skemmtun í veislunni!
Kossar og kremjur frá hlaupastelpunni ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur nú verið meira ástandið á þér. Hlakka til að sjá þig með gleraugu....þú skellir inn mynd við tækifæri.

Knús, Bella

Unnur Stella sagði...

Hellú granni,
flott með augun. Ánægð með að það lagaðist. Við ætlum svo að droppa við einhverntíman á næstunni og heilsa upp á nýju grannana okkar ;o)
Kveðjur frá 34
Unnur Stella og co.

Nafnlaus sagði...

gott að þetta fór ekki verr elskan mín...
og nýju fréttirnar eru bara æðislegar....hvað ég hlakka til að fá ykkur HEIM

knus Heiða