miðvikudagur, ágúst 8

Götótt

OH já - klaufinn ég - alltaf að lenda í einhverju böl... klandri, og það nýjasta er sko alls ekkert sniðugt.

Á sunnudagsmorgunn þegar ég var að keyra til vinnu eldsnemma (6:30) fann ég að ég var með eitthvað í auganu, hélt kannski að linsan mín hefði eitthvað færst úr stað eða eitthvað komið í augað eða eitthvað álíka. Færði linsuna til en hélt samt áfram ferð minni eftir Mótorveginum í norður átt. Ég er búin að vera með þessar linsur síðan í jan 2004 og hef alltaf verið ákaflega sátt með þær, svona linsur sem ég þarf aðeins að skipta um einu sinni í mánuði, sef með þér og alles... algjörar lúxus linsur!!!!

Nú eftir þvi sem leið á daginn varð augað mitt meira rautt og rautt og mig sveið alveg ferlega undan þessu - tók linsuna út á tímabili en varð að setja hana aftur í til þess að geta séð eitthvað . Einn kvennsjúkdóma læknirinn stoppaði mig í kaffistofunni og spurði hvað væri í gangi með augað mitt... ég svo kúl á því sagði að þetta væri bara linsan AÐEINS að pirra mig, en hann hélt nú ekki - sagði að þetta væri örugglega "svær conjunctivitis" eða slæm djúp augnsýking og að ég ætti að taka linsuna út strax og fá lyf við þessu um leið og ég kæmist til læknis, því þetta væri slæmt!!!!!

Nú ég er voða góð og hlýði því sem kvennsinn sagði um augað og kippi linsunni úr um leið og ég er búin að vinna og keyri heim blind á öðru og alveg að drepast í verkjum í auganu, gat varla haft augun opin því mér fannst svo vont að fá sólarljós í augun - var samt með sólgleraugu, s.s. alls ekki skemmtilegur bíltúr á 120-130 km hraða á mótorveginum heim....

Þegar heim kemur hef ég strax samband við læknavaktina og fæ að koma þangað um leið - Bjarni minn og Oddurinn ræstir út (sá stutti ekki sáttur við röskunina og truflun í leiknum sem hann var í með vinunum) og við brunuðum á læknavaktina. Þegar þangað kemur lítur læknirinn i augað á mér og segir mér að þetta sé ekkert, ég hafi örugglega bara fengið sandkorn í augað - nó probb, þetta verði búið á morgunn - en að ég eigi að hringja ef þetta versni.

3 tímur síðar er ég alveg að farast - get varla haldið auganum opnu og er mjög ljósfælin - þoli birtu vægast sagt illa, þannig að ég hringi aftur og tala við lækninn. Hans svar var bara - nei sko þú átt að hringja þegar þetta er orðið miklu verra!!!!! Þannig að ég hlíði - raða í mig verkjatöflum og kem mér í bólið - enda sólahringsvakt daginn eftir. Vakna nokkrum sinnum yfir nóttina að farast úr verkjum - því reddað með meiri pillum....

Ræs kl 06:00 og þá er ekki sjens að ég geti opnað augað og það er orðið heví bólgið og ógeðslegt, bara það að það komi birta í hitt augað framkallar rosa verk í auma auganu. Ég hringi því til Hjörring og segi að ég þrufi að eiga frí alla vegna fyrri hlutan af vaktinni, verði að komast til augnlæknis fyrst. Skríð svo inn í ból aftur og kúri til rúmlega átta og fer þá að leita mér að augnlækni sem ekki er í sumarfríi - virtust vera það næstum allir.

Nú að lokum næ ég í einn sem ekki er í fríi og fæ að vita að ég eigi að koma strax til þeirra. Bjarni minn og Oddurinn aftur reknir af stað og núna með hálf skælandi mömmuna, alveg að farast úr verkjum og sá ekki neitt í þokkabót. Oddinum skutlað í Bifröst - rosa kátur að fara þangað aftur eftir 6 vikna sumarfrí, en Bjarninn keyrði mig til læknis og leiddi mig í gegnum bæinn þar sem ég sá jú ekki neitt (litum örugglega ferlega flott út - ég með mega sólgleraugu og hann í ermalausum bol og leiddi mig um allt - allir haldið að ég hafi fengið einn á ann...hehe).

Noh en já inni hjá augnlækninum fæ ég að vita að ég sé með MJÖG slæma sýkingu, Mjög slæma og að þetta líti illa út (hún tuggði svo á þessu endalaust að ég var næstum farin að skæla eins og þetta væri mér að kenna) og að það sé óvíst hvort ég muni fá fulla sjón á auganu aftur....
Þessi sýking væri búin að vera að grassera undir linsunum í alla vegna 10 - 14 daga og að þessar linsur sem ég sé að nota séu stórhættulegar virki svona eins og að vera í gúmistígvélum í einn mánuð án þess að fara úr þeim..... Sýkingin sé bæði herpes veira og svo bakeríusýking, og að sýkingin sé búin að gera 10 GÖT á hornhimnuna mína. Venjulega þegar fólk fær augnsýkingu þá fær það eitt gat og það sé slæmt - en ég sé með 10!!!! 'Eg megi því ekki nota linsur í alla vegna 4 vikur og þar sem þetta sé svo smitandi megi ég ekki fara í vinnuna í viku, eigi svo að koma aftur til hennar á fimmtudag. Var svo send af stað með recept upp á tvennskonar lyf sem ég þarf að troða í augað mitt 11 sinnum á dag!!!! (það er nú bara full vinna sko)

Mánudagurinn var svo hræðilegur í alla staði - var að farst úr verkum og gat ekkert gert - ýmidið ykkur hvað gerir maður þegar maður er veikur - maður horfir á sjónvarp, nei nei - ekki hægt að HORFA, lesa bók - nei nei ... gat ekki séð á það - hangir í tölvunni - nei nei gat ekkert séð...... eina sem ég gat gert var að hlusta á sjónvarpið, 24 news allan daginn!!!! (komst þannig vel inn í ástandið í heiminum í dag) Oddurinn í Bifröst allan daginn og Bjarninn að fylla á gám, LANGUR DAGUR.

Í dag er ég orðin heldur skárri - eða eiginlega MUN skárri - er farin að geta haldið auganu opnu - er meira að segja búin að vera með það opið í allan dag, og sé líka alveg slatta (en þó langt frá því að hafa fulla sjón) og svo hef ég meira að segja getað farið út - ljósfælnin farin að minnka........

Hvað doksi svo segir á morgunn verður spennandi - vonandi er þetta ekki eins slæmt og það leit út á mánudaginn - og að ég fái sjón á augað aftur - alla vegna að hluta!!!!

En núna er s.s. næsta skref að fara að velja mér gleraugu!!!!! Júbbí - or not!!!

kv frá Grétu Rún götóttu

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskan mín..vona að þú jafnir þig fljótt og vel....knús frá mér

Nafnlaus sagði...

Þetta er auðvitað skelfilegt ástand. En kannski er það huggun harmi gegn að þú ert agalega sæt með gleraugu!!

kv. Dísa

Nafnlaus sagði...

Elsku krútta mín! Ji, hvað það er leiðinlegt að heyra þetta. Sendi mínar bestu bataóskir til götóttu hornhimnunnar og eiganda hennar ;) Nú, það má líka fara í leyser-aðgerð og sleppa þá algjörlega gleraugum og linsum!!! En rosa fúlt að læknirinn skildi ekki gera neitt í þessu fyrst, ef þú værir í USA værir þú búin að ráða lögfræðing og farin í skaðabótamál!!
Gangi þér vel! En varðandi þetta að láta tímann líða, það er rosa gaman að hlusta á hljóðbækur, ef þú kemst í tæri við það....
Knús og kremjur úr rigningunni í Rvk.

Unknown sagði...

Jidúdamía...heppin að finna augnlækni sem var ekki í fríi,og gat tekið þig strax! vona að þér batni fljótt og að augað verði eins og áður :)
Takk fyrir hjálpina með gáminn :)
knús á línuna...
Kolla og co

Nafnlaus sagði...

OMG. augun mín sviðu af samúð þegar ég las þetta, aumingja Gréta mín. Ég vona að þú sért að lagast og fáir aftur sjónina þín. Kærar kveðjur frá fróni.

Nafnlaus sagði...

Hæ og hrrggg maður verður nú bara reiður að lesa þetta, mætti halda að sumir læknar hafi fengið leyfið sitt í Cheerios pakka... ennn... takk fyrir síðast og sjáumst vonandi fljótt aftur.
kv. Sigga.