Já það er komin 17.júni, sem þýðir að mín er orðin 30 ára!!!! Aldeilis að maður eldist hratt í útlöndum ;)
Afmælisdagurinn var svo sem tekin rólega, seinni partinn fékk ég svo fullt af gestum - alveg æðislegt að fá svona marga til sín til að "fagna" með manni. Eins voru svo margir sem sendu mér skilaboð - eða hreinlega hringdu - takk takk fyrir það (sérst að ég er greinilega ekki góð í að muna afmælisdagsetningar)
Dagarnir hafa annars aðallega einkennst af "nenni ekki að byrja að lesa" syndróminu. 'Ufff.... stelpurnar í grúbbunni alveg á miljón í lestri - og ég bara ekki að koma mér af stað í þessu. EN búin að lofa sjálfri mér að byrja á "oplæginu" í dag - þó það verði ekki fyrr en seinni partinn, og svo verði morgundagurinn tekinn með trukki!!! ekki spurning - ég skal alla vegna ná prófinu og helst ekki gera mig að fífli fyrir framan allan skaran sem verður að hlusta!!! Ætla ekki að vera þekkt í skólanum sem sú sem ekki gat svarað þessu eða hinu..
Það er nefnilega þannig að meðan maður er í skólanum þá er maður duglegur að fara og hlusta á hina nemendurnar í prófunum og þá er maður rosa góður með sig og dæmir hina ef þeir ekki vita eitthvað sem maður á að vita - eða bara eitthvað sem maður sjálfur veit en þær ekki....... úffff og nú er það ég sem á að fara í stólinn - ekki spennó... en ég SKAL ná þessu.
17. júní í dag eins og ég sagði og af því tilefni ætla ég ásamt syni mínum að bregða undir mig betri fætinum og hlaupa kvennahlaup.... jábbb mín ætlar að skella sér í hlaup...
Við hérna í Áló fögnum deginum með að hittast hérna í skrúðgarði einum þar sem boðið verður upp á ýmisa afþreyjingu og auðvitað gengið í skrúðgöngu með fánum, trumbuslætti og tilheyrandi - í dag munum við líka fá grillaðar ss pylsur - haldið þið það sé lúxus.
Af öðrum fjölskyldumeðlimum er líka allt gott að frétta, Bjarni að fara í sitt lokapróf á fimtudaginn og á víst við sama syndróm að stríða og ég....
Oddur Inginn okkar er hinsvegar að fara í "rød lejer" sem þýðir að hann er að fara í 4 daga útilegu með skólanum sínum... já litla barnið mitt 6 ára í 4 daga skólaútilegu. (held að í eina skiptið sem við vorum orðin nógu þroskuð til að kennarar treystu sér til að fara með okkur í svona langar fjarverur í Helluskóla var þegar við fórum í 10. bekkjarferðalag - og get ég ekki beint sagt að við höfum verið traustsins verð!!) En Oddur Ingi er mikið spenntur og er næstum búin að pakka - hérna liggur svefnpokin, dýnan, teppi, vasaljós, föt í öllum regnbogans litum og gerðum klár, ásamt risa bakpoka sem verslaður var sérstaklega fyrir túrinn. Svo gaman að þessu öllu - verst að mömmuhjartað er smá klemmt..... en þannig er það bara - maður er ekki vanur að vera burt frá börnunum sínum - hvað þá að börnin séu burtu og það í langan tíma!!!
Jebb... læt þetta duga í bili - komin smá saga fyrir ykkur að lesa alla vegna :)
Knús og klemmur frá Áló
sunnudagur, júní 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til lukku með 30 ára afmælið Gréta mín.
Kveðja
Aldís Baldvins.
Skrifa ummæli