Langt síðan hér hefur verið skrifað.... en svona er það alltaf ;)
Núna er ég búin að skila BA ritgerðinni - MJÖG fegin.... langt og strangt ferli, sem fór þó allt vel og við skiluðum hinu flottasta verkefni á tilsettum degi... Yndislegt :)
Núna tekur svo við próflestur - eða er tekin við - maður er bara eitthvað latur í gang, en það hlítur að hafast. Prófið er þann 26. júní kl 9:30 munnlegt próf í klukkutíma - með áhorfendum!!!!
Útskrifin svo þann 27. júní - og þar er takmarkaður fjöldi áhorfenda - hummmm.... Þannig ef þig langar að koma og fagna með mér - þá mættu þann 26. og svo er bara að vona að ég nái ;)
Er komin með sumarvinnu á fæðingardeildinni í Hjörring - rosa spennó - svo kemur í ljós hvað gerist þegar það er búið.....
Annars bara allt fínt - blogga bara til að sleppa við að lesa fyrir próf..hummm..humm...
skelli kannski inn færslu aftur fljótlega - og þá einhverju meira spennandi en bara svona upplýsingum!!!
Túrilú....
þriðjudagur, júní 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli