föstudagur, júní 29

Jordemoder (jomo)

Já þá er þessum LLAAANNNGGG þráða áfanga náð - ég er orðin jordemoder (verð bráðum ljósmóðir líka), og þess vegna komin með prófskítreini og "autoritations bevis" upp á það.

Hérna er "mit hold - j04v" ásamt studierektor, vejleder-um, og yfirlækninum á fæðingardeild sjúkrahúsins í Álaborg - svo agalega flottar allar.






Við skvísurnar í grúbbunni minni endurtókum leikinn frá því á 4. önninni og fengum 11 á línuna ;)

Rosa duglegar - enda sáttar með okkur.

Hérna erum við skvísurnar á útskriftardaginn, ég Jane, Trine og Anna-Maja






Ég fékk hana Auði mína í heimsókn nokkrum klukkutímum eftir að ég kláraði prófið og skilaði henni svo á perronen (perrarónan) í morgunn og senda hana til hennar Friðsemdar. Yndislegt að hafa hana hjá okkur - hún er alltaf svo frábær, líka svo gott að hafa einhverja með sér á útskriftinni sjálfri - þessum stóra degi í lífinu. Olga Steinunn og Hannes og svo auðvitað kallarnir mínir líka, komu með á útskriftina og fengu að hrópa 3xhúrra - ákaflega oft ;)



En núna er það bara smá slökun um helgina - er búin að eyða deginum í að sækja um í jordemoderforeningen, A-kassa, Ljósmæðrafélagi Íslands og um íslenskt starfsleyfi - ætli ég sé að gleyma einhverju??



Á mánudaginn er það svo Hjørring Fødegang - á Sygehus Vendsyssel

Ein flott af prinsinum í restina ;)

Túrilú....

Gréta Rún - jordemoder....

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju einu sinni enn Gréta! Þetta er ekkert smá frábært og æðislegt og meiriháttar FLOTT hjá þér!
Dygtige pige!!!

kveðja að neðan
Dísa & gengið

p.s Frábær titillinn hjá þér - skemmtilega hljóðritað!

Nafnlaus sagði...

Hejsa! Maður ved snart ikke hvad for et tungumál man skal bruge þegar maður skriver en kommentar til din blog!!! Hehe....Glæsilegur árangur hjá þér og ykkur öllum:) Enn og aftur til hamingju!!! Kveðja, Leifi sem var að koma úr fyrstu leit....hahahahaha!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan mín og innilega til lukku með glæsilegan árangur ;) þú ert svo dugleg ! pant fá þig í næstu fæðingu...sko þegar prinsessan kemur í heiminn ;)
og til lukku með árin þín 30 um daginn..ég er ein af þeim sem aldrei man afmælisdaga...

knús úr Kefló

Nafnlaus sagði...

Til lukku með frábæran árangur.
Kveðja
Aldís

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með áfangann :)

Kv.Berglind álaborgari

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með áfangann! Glæsilegt hjá þér að klára með svona flotta einkunn.

Knúskveðjur frá Vilsundvej

Nafnlaus sagði...

Hæ!!! Og til HAMINGJU MEÐ þetta allt saman!!! Afmæli, ljósmóðir.. VÁ... nú getur maður sem sagt farið að plana næsta barn????
Bestu kveðjur til kallanna þinna og vonandi hittumst við sem fyrst!!
Kveðja úr sveitinni,
Sigga og co.