miðvikudagur, júlí 4
Vinnandi kona
Helgin var eins og planað var tekin rólega, á laugardeginum var prinsinn okkar að keppa í fótbolta og foreldrarnir sátu á hliðarlínunni og klöppuðu fyrir kappanum sem auðvitað stóð sig eins og hetja, skoraði 2 mörk í úrslitaleiknum, sem þeir unnu 3-2. Voru svo dæmdir í annað sætið því þeir höfðu fengið fleiri mörk á sig....
Við mæðginin sæt á hliðarlínunni ;)
Á sunnudaginn var tjaldið okkar viðrað - enda ekki verið notað síðan síðasta sumar.
Vorum svo með heimalingana okkar, David og Sarah, ja eða vorum með - þau voru hér að leika með Oddinum, alltaf svo góðir vinir þessar elskur.
Svo er ég byrjuð að vinna... aaahhhhaaa, rosa gott að geta núna SJÁLF skrifað undir færslurnar sínar /jdm GRA...Flott ;)
En sjáið þið hvað ég á flott tré - tréið sem var bara afskorinn stofn þegar við fluttum hingað fyrir 4 árum, hefur heldur betur vaxið síðan, komnar rosa greinar og orðnar amk 2 metra háar og ÞESSI flotta sjón blasti við mér í vikunni þegar ég kíkti "undir" tréð - tréið er KIRSUBERJATRÉ!!!!!
Hvað gerir maður úr kirsuberjum???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Kirsuberjasulta er sælgæti. En svo eru kirsuber - eða kyssuber eins og Ilmur segir, alveg skelfilega góð fersk!
kveðjur "að neðan"
Dísa & gengið
oohh kirsuber eru bara góð til átu ein og sér..elska þau alveg..spurning að kikja við og éta kirsuberið þitt..hihihi
knús Heiða
Skrifa ummæli